fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy lofar gírskiptum í sókn úkraínska hersins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júlí 2023 06:55

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sókn úkraínska hersins, sem hófst í júní, virðist ganga frekar hægt. Eftir því sem talsmenn hersins segja þá hefur tekist að frelsa lítil svæði á suðurvígstöðvunum, nærri Svartahafinu, úr klóm Rússa en stór hernaðarlegur árangur hefur látið á sér standa. Úkraínumönnum hefur ekki enn tekist að brjótast í gegnum rússnesku varnarlínurnar eða endurheimta stór landsvæði.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ávarpaði Aspen Security Forum í Colorado í Bandaríkjunum á föstudaginn, að vísu í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann lofaði að úkraínska þjóðin megi eiga von á meiri árangri innan ekki svo langs tíma.

„Við höfðum í hyggju að hefja gagnsóknina í vor en það gerðum við ekki, því í hreinskilni sagt þá áttum við ekki nóg af skotfærum og vopnum og ekki nægilega vel þjálfaðar hersveitir,“ sagði Zelenskyy.

Hann sagði einnig að Rússum hafi gefist góður tími til að byggja varnarlínur sínar upp vegna þess að sókninni seinkaði. Þetta hafi neytt Úkraínumenn til að sýna enn meiri varkárni í sókn sinni. Hann sagði Úkraínumenn geti nú tekið silkihanskana af sér í sókninni því þeir hafi fengið fleiri tæki til jarðsprengjueyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“