fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Zelenskyy lofar gírskiptum í sókn úkraínska hersins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júlí 2023 06:55

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sókn úkraínska hersins, sem hófst í júní, virðist ganga frekar hægt. Eftir því sem talsmenn hersins segja þá hefur tekist að frelsa lítil svæði á suðurvígstöðvunum, nærri Svartahafinu, úr klóm Rússa en stór hernaðarlegur árangur hefur látið á sér standa. Úkraínumönnum hefur ekki enn tekist að brjótast í gegnum rússnesku varnarlínurnar eða endurheimta stór landsvæði.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ávarpaði Aspen Security Forum í Colorado í Bandaríkjunum á föstudaginn, að vísu í gegnum fjarfundabúnað, þar sem hann lofaði að úkraínska þjóðin megi eiga von á meiri árangri innan ekki svo langs tíma.

„Við höfðum í hyggju að hefja gagnsóknina í vor en það gerðum við ekki, því í hreinskilni sagt þá áttum við ekki nóg af skotfærum og vopnum og ekki nægilega vel þjálfaðar hersveitir,“ sagði Zelenskyy.

Hann sagði einnig að Rússum hafi gefist góður tími til að byggja varnarlínur sínar upp vegna þess að sókninni seinkaði. Þetta hafi neytt Úkraínumenn til að sýna enn meiri varkárni í sókn sinni. Hann sagði Úkraínumenn geti nú tekið silkihanskana af sér í sókninni því þeir hafi fengið fleiri tæki til jarðsprengjueyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin