fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskur kafbátaforingi skotinn til bana í mögulegri hefndarárás – Bar ábyrgð á tundurskeytaárás sem drap 27 Úkraínumenn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 10:38

Stanislav Rzhitsky

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að leigumorðingi í hefndarhug hafi skotið og drepið fyrrum kafbátaforingja í rússneska hernum sem bar ábyrgð á Kalibr-tundurskeytaárás sem drap 27 Úkraínumenn, þar á meðal marga óbreyta borgara. Hinn 42 ára gamli Stanislav Rzhitsky var skotinn fjórum sinnum í bakið og brjóstkassann þegar hann var úti að skokka í rússnesku borginni Krasnodar í árás sem var augljóslega þaulskipulögð.

Rzhitsky var úrskurðaður látinn á vettvangi en á honum fundust verðmæti eins og snjallúr og heyrnartól sem gefur til kynna að ekki var um rán að ræða.

Eins og áður segir er árásin á Rzhitsky, sem stjórnaði rússneskum kafbáti sem hélt til í Svarthafinu, talinn hafa verið hefndaraðgerð vegna tundurskeytaárás á úkraínsku borgina Vinnytsia sem átti sér stað þann 15.júlí í fyrra.

Telja rannsakendur að fylgst hafi verið með Rzhitsky í gegnum hlaupasmáforritið Strava sem hann notaði til að halda utan um útihlaup sín og tími árásarinnar hafi ekki verið nein tilviljun, um ári eftir árásina á Vinnytsia. Þá átti árásin sér stað á svæði þar sem engar öryggismyndavélar eru.

Meðal þeirra sem létust í árásinni á Vinnytsia var hin fjögurra ára gamla Liza Dmitrieva, sem sat í kerru við hlið móður sinnar Irinu. Irena lifði árásina en erlendir miðlar hafa bent á það að þannig vill til að hún er málkunnug forsetafrú Úkraínu, Olenu Zelenska, vegna upptöku á jólamyndbandi sem Irena kom að. Hvort að það tengist eitthvað málinu skal ósagt látið.

Rannsókn á morðinu stendur yfir í Rússland en yfirvöld hafa gefið út óskýra mynd af grunuðum einstaklingi –  miðaldra manni sem skartaði ljósblárri derhúfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK