fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Megrunarlyf rannsökuð eftir ábendingu frá Íslandi um sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsanir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 08:55

Megrunarlyf gætu stöðvað dauða heilafruma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjastofnun Evrópu hefur hafið rannsókn um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana á eftir tilkynningu frá Lyfjastofnun Íslands.

BBC greinir frá og segir Lyfjastofnun Íslands hafa sett sig í samband við Lyfjastofnun Evrópu vegna þriggja atvika hér á landi, ekki er þó greint frá hvenær atvikin áttu sér stað. Atvikin varða tvo einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígshugsunum, annar var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinn á Saxenda. Eitt tilvik varðar einstakling sem þjáðist af sjálfsskaðahugsunum á meðan hann var á Saxenda.

Ozempic er fyrst og fremst hugsað fyrir fólk með sykursýki og hefur verið samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Saxenda er lyf sem stuðlar að þyngdartapi og inniheldur virka efnið liraglútíð.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lyfjunum hér á landi og víðar eftir að þekktir einstaklingar greindu frá miklu þyngdartapi eftir notkun lyfjanna. Hefur þessi aukna eftirspurn valdið því að skortur er á lyfjunum víða, meðal annars hérlendis.

„Lyfjastofnun Evrópu mun upplýsa um málið þegar frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í frétt BBC. Þar segir enn fremyur á lyfseðli lyfjanna sé fólk beðið um að fylgjast með breytingum á andlegri heilsu, sérstaklega skyndilegum breytingum á lundarfari, hegðun, hugsunum eða tilfinningum. Finni fólk fyrir einhverjum breytingum sem séu nýjar, verri eða valdi þeim áhyggjum eigi fólk hafa strax samband við lækni.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“