fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Völva frá Stokkseyri vottaði álfakirkjunni sem á að sprengja virðingu sína

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 17:58

Völvan Ísvöld vottaði álfakirkjunni virðingu sína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völvan Ísvöld frá Stokkseyri er ein af þeim sem er áhyggjufull yfir þeim fyrirætlunum Vegagerðarinnar að sprengja burt stuðlabergshól við lagningu nýs vegar yfirHornafjarðarfljót. Samkvæmt gamalli trú, sem margir aðhyllast enn og Ísvöld þar á meðal, er um að ræða álfakirkju sem getur reynst afdrifaríkt að hrófla við.

Hóllinn kallast Topphóll en RÚV ræddi við Snævarr Guðmundsson, landafræðing, í lok síðustu viku og sagði hann íbúa Hafnar á Hornafirði uggandi.  „Ég veit til þess að mörgum Hornfirðingum er mjög órótt um að það eigi að sprengja þennan hól. Því að í þeirra barnsminni var hér um að ræða álfakirkju. Og í örnefnaskrá er Topphóll skráður sem álfakirkja.“

Þeir sem ekki trúa á álfa syrgja sjaldgæft og tignarlegt stuðlabergið sem mun hverfa á braut.

Margir eru á því að hnika hefði átt hólnum um 20 metra eða svo til að bjarga hólnum en af því virðist ekki ætla að verða. Vinnuvélar hafa skafið jarðveg utan af hólnum til þess að undirbúa sprenginguna.

Völvan Ísvöld mætti alla leið frá Stokkseyri í dag til þess að votta álfunum virðingu sína og hún framkvæmdi athöfn við Topphól. Kveikti hún á kertum og setti upp kross líkt og til þess að biðjast fyrirfram afsökunar á yfirgangi mannskepnunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“