fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Telja Súdan vera á barmi allsherjar borgarastyrjaldar – 22 létust í loftárás á íbúabyggð

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 12:05

Súdanskir vígamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið stríðshrjáða Súdan er á barmi „allsherjar borgarastyrjaldar“ segir í yfirlýsingu Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar loftárásar á íbúabyggð í borginni Omdurman sem drap  að minnsta kosti 22 einstaklinga en tölur eru á reiki. Segir í yfirlýsingunni að raungerist það geti það orðið til þess að óstöðugleikinn breiðist til annarra nálgægra landa.

Súdanska herinn, undir stjórn Abdel Fattah al-Burhan, og RSF-uppreisnarherinn, sem er undir stjórn hins alræmda Mohamed Hamdan Daglo,  rændu saman völdum í Súdan árið 2021. Fljótlega fór þó að bera á deilum um hvernig ætti að  innleiða lýðræðislegt stjórnarfar í Súdan og spenna milli samherjanna fór ört vaxandi. Að morgni 15. apríl vöknuðu íbúðar höfuðborgarinnar Kartúm svo upp við sprengjur og byssuskot og síðan þá hafa átök geisað sem verða æ harðari.

Mohamed Hamdan Daglo

Talið er að þrjú þúsund manns hafi fallið í átökunum og að tæplega ein milljón manna hafi flúið heimili sín og yfir landamærin til nágrannaríkja.

Ástandið í landinu er orðið afar varhugavert, fjöldi fólks hefur ekki aðgang að mat og vatni, og innviðir riða til falls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum