fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Mikil óvissa um örlög Wagner-leiðtogans – „Pútín þekkir Prigozhin mun betur en ég“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júlí 2023 06:36

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandr Lukashenko, forseti Belarús, staðfesti að Yevgeni Prigozhin, væri nú staddur í Rússlandi, nánar tiltekið St. Pétursborg. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Minsk, höfuðborg landsins, í gær. Bendir því allt til þess að samkomulag, sem gert var um að stofnandi Wagner-málaliðahersins myndi fara í útlegð til landsins í kjölfar uppreisnarinnar sem rann út í sandinn, yrði ekki efnt.

Sagði Lukashenko að óvíst væri að Prigozhin né málaliðar hersveitarinnar myndu flytja til landsins og virtist hann ólmur vilja draga úr sögusögnum um að náin vinátta þeirra, í allt að 20 ár,  hefði orðið til þess að samkomulagið náðist. „Pútín þekkir Prigozhin mun betur en ég og hefur þekkt hann lengur en ég, í um 30 ár“ sagði forsetinn.

Blaðamannafundurinn jók á þó óvissu sem ríkur um örlög Prigozhin sem hefur ekki sést opinberlega síðan 24. júní síðastliðinn, rétt eftir að uppreisnin var blásin af.

Vladimir Pútín Mynd:EPA

Eins og DV greindi frá í gær birti rússneski miðillinn Izvestia fréttir af húsleit á heimili og skrifstofu Prigozhin í St. Pétursborg skömmu eftir uppreisnina. Var umfjöllunin með nokkrum ólíkindum og voru birtar myndir af vettvangi auk þess mynda af furðulegum munum sem fundust í leitunum. Meðal annars ýmiskonar vopn, fjölmörg fölsuð vegabréf, hárkollusafn, uppstoppaðan krókódíl sem og innrammaða ljósmynd af afskornum höfðum óvina Prigozhin.

Þá voru birtar myndir af Prigozhin í hinum ýmsu dulargervum og lagt hald á ógrynnin öll af reiðufé, gullstöngum og öðrum verðmætum.

Umfjöllunin hefði aldrei farið í loftið án velþóknunnar rússneskra stjórnvalda og voru kenningar á lofti um að tilgangurinn hefði verið að niðurlægja Prigozhin opinberlega.

Síðan hafa borist nýjar fregnir af því að Wagner-leiðtoginn hafi fengið verðmætin sín aftur í hendur og það hefur aukið enn á hina furðulegu óvissu um örlög Yevgeni Prigozhin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut