fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Persónuvernd sektar Landlæknisembættið – Sakar embættið um að veita villandi upplýsingar

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 10:38

Alma Möller, landlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættið hefur sent frá sér tilkynningu. Í henni segir:

„Þann 8. júní 2020 uppgötvaðist alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt var um veikleikann hafði Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Á um fimm klukkustundum voru gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis. Að því loknu var kerfinu komið aftur í notkun.“

Embættið harmar að öryggisveikleikinn hafi verið til staðar og segist ekki skorast undan ábyrgð. Brugðist hafi verið strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu hafi með ítarlegri greiningu verið staðreynt að enginn hafi misnotað öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi.

Persónuvernd sakaði Landlækisembættið um að afvegaleiða sig

Landlæknisembættið tilkynnti málið samdægurs til Persónuverndar og segir síðarnefndu stofnunina nú hafa skilað niðurstöðum sínum, þremur árum síður. Svo virðist sem að Landlæknisembættið sé ekki sátt við ákvörðun Persónuverndar:

„Í ákvörðun Persónuverndar, nú þremur árum síðar, var komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“

Embætti landlæknis áréttar í tilkynningunni að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann til að komast yfir upplýsingar um einstaklinga eða heilsufar þeirra í Heilsuveru. Eftir þetta hafi embættið lagt enn meiri áherslu að bæta alla ferla sem viðkoma öryggi persónuuuplýsinga. Fullyrðir embættið að Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og að öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga sé eins tryggt og hægt er á vefsvæðinu.

Segir í tilkynningunni að samkvæmt ákvörðun Persónuverndar sé embætti landlæknis sektað um tólf milljónir króna. Embættið ætlar sér að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum.

Þess ber að geta að ákvörðun Persónuverndar sem Landlæknisembættið vísar til hefur ekki verið gerð aðgengileg á vef stofnunarinnar.

Uppfært 11:06: Úrdráttur úr ákvörðun Persónuverndar hefur verið gerður aðgengilegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“