Sýn hefur fengið staðfestingu á vottun um upplýsingaöryggi samkvæmt alþjóðlegum staðli. KPMG í Finnlandi og á Íslandi voru vottunaraðilar.
Í fréttatilkynningu segir að vottunin staðfesti að Sýn er með virkt stjórnkerfi sem tryggir stjórnun á öryggi upplýsinga, stöðugleika í rekstri upplýsingakerfa, reglulega fræðslu og þjálfun starfsfólk og stöðugar umbætur. Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, segir að það sé mikilvægt fyrir fjarskiptafyrirtæki að hafa vottun um upplýsingaöryggi enda snúi helstu áskoranir í upplýsingatækni í dag að öryggi. ,,Íslensk fyrirtæki og einstaklingar treysta Vodafone fyrir öruggum tengingum og að tryggja persónuvernd í viðskiptum. Við leggjum því mikla áherslu á upplýsingaöryggi í öllum okkar verkefnum og er vottunin ákveðin sönnun til okkar viðskiptavina að við vinnum faglega og ötullega að þessum málum.“