fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Söguleg tíðindi frá Rússlandi í nótt – Rússneskir málaliðar marseruðu inn í eigið land í uppreisn sem Pútín kallar hnífstungu í bakið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. júní 2023 10:52

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan margir sváfu áttu sér stað sögulegar vendingar í stríði Rússlands við Úkraínu, en foringi málaliðahópsins Wagner, Jevgení Prigósjín, gerði uppreisn gegn hernaðaryfirvöldum Rússlands.

Prigósjín hefur um árabil verið talinn meðal helstu bandamanna forseta Rússlands, Vladimír Pútíns, og átti Wagner hópurinn stóran þátt í helsta hernaðarsigri Rússa í Úkraínu mánuðum saman, hernám borgarinnar Bakhmut. Það var þó í þeim hernaðaraðgerðum sem Prigósjín snerist gegn yfirvöldum Rússlands, sem hann sakaði um að hafa haldið frá Wagner-hópnum vopnum. Prigósjín greindi svo frá því sent í gærkvöldi að rússneski herinn hefði ráðist gegn Wagner-hópnum og fellt fjölda málaliða í loftárás. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur þó neitað þeim ásökunum.

„Þeim, sem tortímdu drengjunum okkar, sem rústuðu lífum tugi þúsunda rússneskra hermanna, verður refsað. Ég bið um að enginn veiti okkur mótspyrnu. Við erum 25 þúsund talsins og við ætlum að komast til botns í því hvers vegna þessi óskapnaður er að eiga sér stað í landinu okkar,“ sagði Prigósjín í einu myndbandi sem hann birti í nótt. Þar lofaði hann jafnframt að bregðast við allri mótspyrnu af hörku.

Fljótlega var greint frá því að rússneska öryggissveitin FSB hefði kært Prigósjín fyrir vopnaða uppreisn. Prigósjín var eftirlýstur og voru Wagner-liðar hvattir til að leggja niður vopn og handtaka leiðtoga sinn.

Landráð segir Pútín

Prigósjín neitaði því að um valdaránstilraun væri að ræða

Sakaði hann leiðtoga rússneska hersins um að hafa teflt fram fölskum upplýsingum sem hafi leitt til innrásarinnar í Úkraínu, en Prigísjín kallaði í nótt eftir því að varnarmálaráðherra, Sergei Shoigo, kæmi til fundar við hann ásamt Valery Gerasimov, formanni herforingjaráðs Rússlands. Ef ekki yrði fallist á þá kröfu myndi Wagner-hópurinn taka stefnuna að Moskvu. Fyrst ákvað hópurinn að ná borginni Rostov á sitt vild.

Gripu yfirvöld í Rússlandi fljótt á það ráð að loka fyrir aðgengi að fréttasíðu Google og á rússneska samfélagsmiðilinn VK.

Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt var greint frá því að borgin Rostov á Don væri nú undir valdi Wagner-hópsins, eftir litla mótspyrnu. Borgin þykir hernaðarlega mikilvæg fyrir stríðið í Úkraínu og hefur rússneski herinn starfrækt þar sínar helstu stjórnstöðvar. Hergögn og vistir berast svo til rússneskra hermanna í Úkraínu í gegnum borgina.

Á meðan Íslendingar sváfu rann upp morgun í höfuðborg Rússlands og furðuðu margir sig á þögn Pútíns. En nú í morgun ávarpaði forsetinn loks þjóðina og kallaði uppreisnina hnífstungu í bak rússnesku þjóðarinnar og hrein og bein landráð. Öllu yrði kappkostað til að koma stöðugleika á í Rostov, sem forsetinn viðurkenndi að hefði fallið í hendur Wagner-liða. Þær sögur hafa gengið í nótt og í morgun að Wagner-liðum hafi verið tekið fagnandi.

Miðillinn Novaya Gazeta fullyrti nú í morgun að grímuklæddir menn væru mættir að Blagoveshchensky brúnni í Pétursborg, en brúin er í nágrenni hótels og veitingarstaðs sem tengjast Prigósjín. Talið er að lögreglumenn hafi farið inn í miðstöð sem Wagner-hópurinn starfrækir í borginni ásamt óeirðalögreglu og þjóðvarðliðum.

Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst því yfir að uppreisnin verði kæfð en heimildarmaður Reuters segir að málaliðar Wagners hafi nú tekið yfir herstöðvar í borginni Voronezh sem er um 500 kílómetrum frá Moskvu.

Gripið hefur verið til öryggisráðstafana í höfuðborginni og samkvæmt heimildum má þar sjá herökutæki og vopnaða hermenn á götum úti.

Ætla ekki að gefast upp

Prigósjín er hvergi að baki dottinn og lýsti því yfir rétt í þessu að hann og hans menn ætli ekki að verða við kröfu Pútíns um að þeir leggi niður vopn og gefi sig fram.

„Forsetinn gerði mikil mistök að kalla þetta landráð. Við erum vinir föðurlands okkar, við berjumst og erum að berjast fyrir það. Enginn. mun gefa sig fram og játa á sig sakir að kröfu forsetans, kröfu FSB eða nokkurs annars. Því við viljum ekki að landinu sá áfram stýrt af spillingu, blekkingum og skrifræði.“

Leiðtogi Téténa, Ramzan Kadyrov, hefur lýst því yfir að hann og hans menn séu tilbúnir að hjálpa rússneskum yfirvöldum að stöðva uppreisnina, og muni ekki hika við að grípa til harðra aðgerða í þeim tilgangi. Framganga Prigósjíns sé hnífstunga í bakið og hvatti Kadyrov rússneska hermenn til þess að láta ekki glepjast af eggjum Wagner-liða. Herlið Téténa séu nú á leið á átakasvæðin og muni þar gæta hagsmuna Rússa og verja hagsmuni ríkisins.

Uppreisnin hefur gert það að verkum að aðrir hafa séð sér leik á borði. Yfirvöld í Úkraínu segjast fylgjast náið með stöðunni en margir hafa talið að Úkraína muni nýta tækifærið, á meðan rússneski herinn hefur um annað að hugsa, til að grípa til gagnsóknar. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest, enda ólíklegt að Úkraína myndi tilkynna slíkt eða staðfesta fyrirfram. Úkraínskir hermenn virðast þó hafa gaman að þessum nýjustu vendingum og hafa meðal annars myndbönd af hermönnum fylgjast með framvindu mála í gegnum fréttamiðla og Telegram samskiptaforritið á meðan þeir gæða sér á poppi.

Hermenn frá Hvíta-Rússlandi, sem standa með Úkraínu í stríðinu, hafa birt myndbönd þar sem þeir skora á íbúa Hvíta-Rússlands til að sameinast nú og frelsa Hvíta-Rússland undan stjórn Rússlands. Eða með öðrum orðum að nýta þessa uppreisn og hefja sína eigin.

Hafa málaliðar Wagner þó nokkrir nú í morgun birt myndbönd þar sem þeir segjast stefna nú að Moskvu og biðja rússneska herinn um að veita enga mótspyrnu, ekki sé um persónulega árás gegn þeim að ræða heldur snúist þetta um að koma af óstjórn í hernaðarmálum.

Hér má fylgjast með vakt Al Jazeera 

Fréttin hefur verið uppfærð 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár