fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Refsiaðgerðir Vesturlanda áttu að berja á rússnesku efnahagslífi – Niðurstaðan er allt önnur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 06:50

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar á síðasta ári gripu Vesturlönd til harðra refsiaðgerða sem áttu að berja hraustlega á rússnesku efnahagslífi. En óhætt er að segja að refsiaðgerðirnar hafi ekki gert Rússum þann óleik sem þeim var ætlað.

Meðal þeirra refsiaðgerða sem gripið var til var að frysta eigur rússneskra olígarka og fyrirtækja sem og eigur vina Vladímír Pútíns. Bannað var að selja Rússum ýmsar vörur sem er hægt að nota við olíuvinnslu og geimferðir. Ferðahömlur voru settar á Rússa og hömlur voru settar á viðskipti með hlutabréf og skuldabréf.

Á fundi G7-ríkjanna um helgina var ákveðið að grípa til enn frekari refsiaðgerða og ekki er vanþörf á ef tölur um rússneskt efnahagslíf eru skoðaðar. Jakob Ekholdt Christensen, aðalgreinandi og yfirmaður Global Macro Research hjá Danske Bank, sagði í samtali við TV2 að þegar hann skoði rússneskar efnahagstölur þá sé almennt ekki að sjá að refsiaðgerðirnar hafi haft mikil áhrif. „Ef ég vissi ekki að það sé stríð í gangi og að Vesturlönd hafi gripið til refsiaðgerða, þá myndi mér finnast að staða rússnesks efnahagslífs væri góð,“ sagði hann.

Tölurnar benda til að framleiðsla sé að aukast í Rússlandi og að viðskiptajöfnuðurinn sé mikill. Rússar hafa langa reynslu af að sniðganga vestrænar refsiaðgerðir og ná sér í vestrænar vörur í gegnum þriðju lönd, til dæmis Kína og Indland. Vesturlönd hafa beitt Rússa refsiaðgerðum síðan þeir réðust á Krímskaga 2014 og því hafa Rússar haft mörg ár til að laga sig að þeim og læra hvernig er hægt að komast fram hjá þeim eftir krókaleiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“