fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Svefnlaus nótt í Kyiv: Sprengjum rigndi yfir Úkraínu og ólígarkí gagnrýnir stríðsbröltið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. maí 2023 07:06

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar létu sprengjum rigna á Úkraínu í nótt, aðfaranótt Sigurdagsins 9. maí þar sem Rússar fagna sigri á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls var 25 flugskeytum skotið á Úkraínu í nótt en loftvarnarkerfum Úkraínumanna tókst að granda 23 þeirra áður en að þau hæfðu skotmörk sín.

Engar fregnir hafa borist af skemmdum en nóttin var svefnlaus hjá íbúm höfuðborgarinnar Kyiv.

Búist er við að Sigurdagshátíðir um gjörvallt Rússland verði minni í sniðum og tilfinningaríkari en oft áður. Rússar syrgja þá þúsundir hermanna sem hafa fallið á vígvellinum undanfarna mánuði. Þá er talið að minna verði um tæki og tól sem sýnd verði almenningi enda þörfin fyrir þau í framlínunni mikil og Rússar hafa þurft að sætta sig við að mikið af slíkjum tækjum hafa eyðilagst eða fallið í hendur Úkraínumanna undanfarna mánuði.

Rússneskir hermenn á hátíðarhöldum fyrri ára Mynd/Getty

Þá hafa meintar drónaárásir Úkraínumanna á Kreml undanfarna daga skapað óróa og óvissu meðal Rússa og munu gestir hátíðarhaldanna í höfuðborginni eflaust líta reglulega til himins, svona til vonar og vara.

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur líkt baráttunni í Úkraínu við þá baráttu sem Rússar þurftu að horfast í augu við þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland árið 1941 og má búast við yfirlýsingum á svipuðum nótum í dag.

Pressan á Pútín hefur stigmagnast en í gær var greint frá því að ólígarkinn Andrey Kovalev hefði opinberlega gagnrýnt stríðsbröltið í ræðu sem hefur verið birt á Telegram. Sagði Kovalev að stríðið væri hræðilegt og hefði gert það að verkum að allur heimurinn væri nú á móti Rússum. Slík opinber gagnrýni á Pútín er afar sjaldgæf og gæti verið til marks um að farið sé að fjara undan valdi hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“