fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Öllum tækjum Samstöðvarinnar stolið í innbroti – „Ólíklegt er að innbrotið hafi verið framið aðeins í auðgunarskyni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. maí 2023 14:05

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í Samstöðina, fjölmiðil Sósíalistaflokksins, í nótt og flest öllum tækjum í stúdíói stöðvarinnar stolið og kaplar eyðilagðir. Þetta kemur fram á vef Samstöðvarinnar og segir að dagskrá Samstöðvarinnar muni liggja niðri næstu daga á meðan safnað er fyrir nýjum tækjum.

„Svo sem allt sem við áttum var tekið og svo var annað eyðilagt,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Þetta voru myndavélar, hljóðmixerar og annað sem við höfum safnað upp á löngum tíma. Ætli tapið séu ekki nokkrar milljónir í peningum talið. Samstöðin er rekin fyrir styrki og stuðning hlustenda í gegnum Alþýðufélagið og á enga digra sjóði að sækja í.“

Segir að ólíklegt sé að innbrotið hafi verið framið í auðgunarskyni. Endursölumarkaður á tækjum sem þessum sé þannig að ólíklegt sé að þjófarnir fengju nema brot af kostnaðinum við að byggja upp stúdíóið. Gunnar Smári segir enn fremur á vef Samstöðvarinnar:

„Ég vildi að ég gæti sagt að við getum byrjað útsendingu strax á mánudag en ég veit bara ekki hvort við ráðum við það. Samstöðin er fátæk og á illa við þessum áföllum. Þau tæki sem voru eyðilögð eða stolið kosta hvert um sig ekki mikið, eru sum gömul og hæpið að við fáum þetta tjón bætt í gegnum tryggingar. Og ef ég þekki tryggingafélögin rétt myndi það taka okkur vikur, mánuði og ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“