fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kona sakfelld fyrir líkamsárás á Covid-veika konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 10:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á 34. aldursári, var þann 28. apríl síðastliðinn sakfelld fyrir líkamsárás á aðra konu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Tilefni árásarinnar voru deilur um samband árásarþolans við náinn ættingja hinnar ákærðu. Sakaði hún árásaþolann um að gefa honum dóp. Vildi hún koma manninum í meðferð. Skipaði hún henni að láta manninn í friði. Árásin átti sér stað á heimili árásaþolans en þangað kom sú ákærða með karlmanni sem varð vitn að átökunum. Ákærða greip í háls og hár brotaþolans með þeim afleiðingum að hún hlaut skallablett á vinstra hvirfilsvæði og marbletti víðsvegar um líkamann. Einnig fékk hún þrjú sár á fingrum og handarbaki vinstri handar.

Sú sem varð fyrir árásinni var fárveik af Covid þegar atvikið átti sér stað og fór hún strax á Covid-göngudeild eftir árásina en fékk um leið áverkavottorð vegna árásarinnar. Í texta dómsins segir svo orðrétt frá málsatvikum:

„Brotaþoli A mætti hjá lögreglunni á Suðurnesjum 11. febrúar 2022 til að leggja fram kæru á hendur ákærðu og B fyrir líkamsárás er brotaþoli kvaðst hafa orðið fyrir þann 26. janúar 2022. Ákærða og B hafi komið að heimili brotaþola til að segja brotaþola að koma ekki nálægt C, […] ákærðu og […] B en hann hafi fengið að gista hjá brotaþola. Brotaþoli kvað ákærðu hafa sett fótinn við hurðina þannig að brotaþoli hafi ekki getað lokað. Ákærða hafi tekið brotaþola kverkataki og kvaðst brotaþoli hafa orðið aum undir kjálkanum vinstra megin. Brotaþoli kvaðst hafa tekið í hönd ákærðu sem hafi brugðist við með því að taka í hár brotaþola. Brotaþoli kvaðst þá hafa tekið í hár ákærðu. Ákærða hafi rifið lokk úr hári brotaþola þannig að skallablettur hafi myndast. Brotaþoli kvaðst hafa rekist í kommóðu sem hafi verið í forstofu og við það orðið aum á rasskinnum og baki. Brotaþoli kvað ákærðu hafa sagt sér að sleppa sem brotaþoli hafi gert og náð að vippa ákærðu út fyrir dyrnar og loka. Brotaþoli kvaðst hafa farið á Covid deildina í Fossvogi þar sem hún hafi verið fárveik af Covid og lögmaður sagt henni að fá áverkavottorð.“

Konan sýndi lögreglunni skilaboð á Messenger sem hin ákærða hafði sent henni og voru þau eftirfarandi:

„Djöfull ertu fokking heimsk ! Að þu skulir voga þer að reyna að koma i veg fyrir þetta og haldandi það að þú sért eitthvað að hjalpa honum með þvi að gefa honum fokking gatroade ! Það ert þú sem ert að redda honum dópi heimska fokking mellan þín ! Og að þér skuli dett það í hug að hækka róminn við mig þegar að eg er að reyna að hjalpa fjolskyldunni minni ! Ef hann fer ekki þarna út fyrir miðnætti og inna geðdeild þá lem ég þig sjalf þegar að þu losnar við covid, mogulega meðan þú ett enþa með það ef eg hef það ekki i mer að biða með það ! Já eg er að hóta því og ja eg stend við það, þu ert dopsali með barn a heimilinnu það er orugglega ollum skitsama þo eg tuski þig aðeins til ! Ekki lata þer detta það i hug að svara mer leiðinlega, þa se eg til þess að þu fair ekki að vera með barnið þitt lengur (enda orugglega betur statt an þin) punktur.“

Hin ákærða neitaði sök og sagði áverkana hafa orðið í átökum sem hún átti ekki upptökin að. „Brotaþoli hafi fyrst gripið í hár ákærðu sem hafi í varnarviðbrögðum gripið í hár brotaþola.“ Hún var hins vegar sakfelld fyrir líkamsárás. Hún fékk vægan dóm en málið verður henni dýrt fjárhagslega. Var hún dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi en til að greiða verjanda sínum tæpa milljón króna í málsvarnarlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“