fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Tekinn á Suðurnesjum fyrir að horfa á sjónvarpsþátt í símanum undir stýri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. maí 2023 08:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður á Suðurnesjum fékk 40 þúsund króna sekt eftir að hafa verið tekinn af lögreglu við að horfa á sjónvarpsþátt í símanum undir stýri. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook sem hefst einfaldlega á þessum orðum: „Við héldum að við hefðum séð allt,“

Í færslunni kemur fram að lögreglumenn hafi veitt bifreið, sem ekið var um umdæmið athygli, ekki síst vegna þess að bifreiðin rásaði ansi mikið á veginum. Kviknaði strax grunur lögreglumanna um að einhver væri að keyra undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna en það reyndist ekki vera.

„Ökumaður var einn á ferð og var að horfa á sjónvarpsþátt í símanum á meðan hann ók um göturnar. Honum var gerð grein fyrir því að þetta væri óheimilt og fékk þessi ökumaður föðurlegt tiltal og ábendingu um að gera þetta ekki aftur. Einnig fékk hann sekt upp á 40.000 krónur fyrir notkun farsíma við aksturinn,“ segir í færslu lögreglunnar.

Minna laganna verðir svo góðfúslega á að það sé ekki í lagi að aka bifreið og horfa á sjónvarpsþátt í símanum á meðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?