fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Íbúum hjúkrunarheimilis stendur ógn af óreglufólki – Sveiflaði barefli, braut rúður og flutti þýfi inn á heimilið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hafa íbúar Seljahlíðar, sem er öldrunarheimili og þjónustukjarni í Hjallaseli í Reykjavík, orðið fyrir óþægindum vegna fyrirferðar sumra leigjenda í húsinu sem eiga við fíknivanda að stríða.

Félagsbústaðir tóku yfir rekstur Seljahlíðar árið 2016 en Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Seljahlíð er blanda af hjúkrunarheimili og þjónustuíbúðum. Nokkrum skjólstæðingum félagsþjónustunnar hefur verið komið fyrir í húsnæðinu líka.

Sagt er að aldraðir íbúar þurfi stundum að flýja matsalinn í Seljahlíð vegna hávaða og ógnandi hegðunar af hálfu yngri íbúanna. Maður sem þarna býr hefur margoft sýnt af sér ógnandi hegðun í hverfinu og verið á ferðinni með barefli, brotið rúður í bílum og komið inn á hjúkrunarheimilið með þýfi og stolin reiðhjól.

Þessi blöndun á íbúum, óreglufólki og öldruðum, sætir gagnrýni. Þykir einnig sérkennilegt að reykingar eru leyfðar á herbergjum og eru nokkrir íbúar sagðir reykja í herbergjum sínum. Félagsbústaðir reka bar í fjáröflunarskyni í Seljahlíð hálfsmánaðarlega og er sagt að það sé óþægileg freisting fyrir suma íbúana.

DV fékk þau svör frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að Reykjavíkurborg reki 20 hjúkrunarrými í Seljahlíð og reksturinn fellur undir Velferðarsvið. Ekki hefur borist svar við fyrirspurn um hvort Velferðarsvið þekki til vandamála vegna ógnandi hegðunar sumra yngri íbúa í Seljahlíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu