fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Sálfræðingur gagnrýnir Heimildina – „Eftirfarandi frétt er skaðleg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Bergþórsdóttir, sálfræðingur hjá Krossgötunni, sálfræðiþjónustu fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra, gagnrýnir frétt Heimildarinnar, þess efnis að skjágláp ungbarna raski heilastarfseminni.

Höfundur fréttarinnar er Borgþór Arngrímsson og segir að ný rannsókn sérfræðinga í Singapúr sýni að skjág­láp ung­barna hafi um­tals­verð nei­kvæð áhrif á heil­a­starf­sem­ina, einkum ein­beit­ing­ar­hæfi­leika og minni.

Þá segir ennfremur í fréttinni:

„Fyrir skömmu greindi danska dagblaðið Berlingske frá rannsókn sérfræðinga í Singapúr. Rannsóknin tók til 437 barna, 12 og 18 mánaða gamalla og síðan aftur þegar börnin höfðu náð 9 ára aldri. Fram kom að ungabörnin eyddu að jafnaði tveimur klukkustundum daglega fyrir framan skjáinn. Niðurstaða sérfræðinganna var í stuttu máli að sjónvarpsglápið hefði haft umtalsverð áhrif á börnin. Minnið, einbeitinguna og hæfileika til aðlögunar, sem sagt það sem sérfræðingarnir kölluðu vitsmunalega hæfileika. Þeir greindu frá því að fylgjast þyrfti með þessum hópi næstu árin, eða áratugi, til að meta langtímaáhrifin. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð.“

Ásdís segir að ekki sé hægt að fullyrða að skjágláp ungbarna raski heilastarfsemi þeirra. Ásdís segir fréttina skaðlega og ennfremur:

„Það er ekki hægt að útiloka að þau börn sem eyddu meiri tíma fyrir framan sjónvarp séu á einhvern hátt öðruvísi en þau börn sem gerðu það ekki t.d. að þau séu skynsegin. Það myndi útskýra af hverju hópurinn er með öðruvísi minni, einbeitingu og aðlögunarhæfileika. Í alvörunni þá verður fólk hvorki einhverft né með ADHD af því að horfa á sjónvarp. Hins vegar er flestum sem þekkja til það ljóst að sjónrænir miðlar höfða meira til einhverfra og ADHD fólks. Það að tyggja þessar rannsóknir ofan í almenning og sérfræðinga elur á fordómum í garð skynsegin fólks og gerir líf þess verra.“

Hún segir það vera heimildarlaust bull sérfrðinga að of mikill skjátími hafi áhrif á sköpunargáfu barna. Engar rannsóknir styðji að neinu ráði við þá ályktun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“