fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan með slæmar fréttir af máli Filippa – Hafa girt heilan skóg af og sérfræðingar að störfum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2023 11:41

Filippa. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan hefur unnið að rannsókn á hvarfi hinnar 13 ára Filippa síðan um miðjan dag í gær. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 11.30 í gærmorgun þegar hún hafði nýlokið blaðburði í Kirkerup á Sjálandi. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu undir hádegi að dönskum tíma um gang rannsóknarinnar.

Segir lögreglan að hún telji nú að glæpsamlegt athæfi liggi að baki hvarfi Filippa. Haft er eftir Kim Liver, yfirlögregluþjóni, í tilkynningunni að lögreglan takið málið mjög alvarlega og hafi miklar áhyggjur af Filippa og vinni nú út frá þeirri kenningu að glæpur hafi átt sér stað.

Lögreglan hafði ekki viljað segja áður hvort hún teldi að eitthvað glæpsamlegt hefði átt sér stað í tengslum við hvarf hennar. En það liggur nú ljóst fyrir eftir rannsókn hennar.

Lögreglan leitaði að Filippa með 20 hundum í alla nótt og hafa henni borist um 600 tilkynningar frá almenning varðandi málið.

Í morgun girti lögreglan hús, sem er nærri staðnum sem munir Filippa fundust á, af og hafa sérfræðingar hennar verið að störfum þar síðan. Er þar um að ræða tæknideildarmenn sem eru íklæddir hlífðarfatnaði.

Nú er búið að stækka hið lokaða svæði og enn fleiri lögreglumenn eru komnir á vettvang. Einnig er búið að loka skógi, sem er aftan við húsið, af og er fjöldi lögreglumanna að störfum í honum.

Lögreglan birti rétt áðan nýja mynd af Filippa sem var tekin í gær.

Filippa. Mynd:Lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Í gær

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg