fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Vestrænir bílaframleiðendur eru flúnir frá Rússlandi – Nú þurfa Rússar að venjast nýjum veruleika

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. apríl 2023 10:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og vegna refsiaðgerða Vesturlanda hafa margir af stærstu bílaframleiðendum heims hætt starfsemi í Rússlandi.  Meðal þeirra eru BMW, Ford, Renault og Toyota.

Þessi fyrirtæki eru meðal þeirra stærstu í bílaframleiðslu en mörg önnur hafa einnig hætt starfsemi í Rússlandi. Þetta þýðir að nú verða Rússar að lifa með því að fá ekki nýja vestræna bíla og að nú séu það aðallega kínverskir bílar sem eru keyptir til landsins.

Nú seljast kínverskir bílar frá Haval, Chery og Geely vel í Rússlandi. Kínverskir bílar eru nú um 40% allra nýrra bíla sem seljast í landinu. Þetta er 31% aukning miðað við það sem var fyrir stríð.

Reuters segir að Rússar taki þessum bílum þó ekki af mikilli ánægju. Bæði bílasalar og neytendur telja kínversku bílana vera síðri að gæðum en vestrænir bílar.

Út á við vilja stjórnvöld láta líta út fyrir að kínversku bílarnir séu jafn góðir og þeir evrópsku.

Nýlega sagði Dmitry Medvedev, fyrrum forseti og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, að kínverskir bílar séu ekki lengur eitthvað sem grín sé gert að. Hann sagðist hafa ekið í einum slíkum í heimsókn sinni í Kína í desember. „Við vorum vön að gera grín að hönnun þeirra en ég fór í bíltúr í kínverskum bíl og skoðaði aðra. Ég segi bara í hreinskilni: Bíllinn sem ég ók var alls ekki síðri en Mercedes,“ sagði hann og trúi nú hver sem vill þessum orðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Í gær

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum