fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Leyniskjöl varpa ljósi á fyrirætlanir Pútíns með Moldóvu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2023 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef áætlanir Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, ná fram að ganga þá verður Moldóva aðskilin frá Vesturlöndum og tengd Rússlandi á öllum opinberum sviðum árið 2030 í síðasta lagi. Þetta kemur fram í rússneskum leyniskjölum sem var lekið frá stjórn Pútíns.

Fyrir nokkrum vikum sökuðu stjórnvöld í Moldóvu rússnesk stjórnvöld um að undirbúa valdarán í landinu.

Í leyniskjölunum kemur fram að langtímamarkmið Pútíns sé að taka Moldóvu yfir með þróuðum blendingshernaði.

Skjöllunum var lekið til evrópskra og bandarískra fjölmiðla. Þetta er fimm síðna langt skjal þar sem áætlun Rússa er lýst. Það var unnið í samvinnu stjórnar Pútíns og leyniþjónustunnar.

Fyrir nokkrum vikum afhjúpuðu blaðamenn sömu fjölmiðla aðra áætlun Rússa um innlimum Hvíta-Rússlands í rússneska ríkjasambandið og á henni að vera lokið 2030.

Áætlun Pútíns gengur ekki út á að hernema Moldóvu eða innlima landið í rússneska ríkjasambandið. Hún gengur út að styðja og hvetja hópa, sem eru hliðhollir Rússum, stöðva aðlögun Moldóvu að ESB og NATÓ, stöðva samvinnuna við nágrannaríkið Rúmeníu og tengja Moldóvu við Rússland pólitískt, hernaðarlega, efnahagslega og hvað varðar aðföng.

Áætlunin var gerð vorið 2021 og er skipt niður eftir samfélagslegri uppbyggingu Moldóvu og tímaáætlun sem teygir sig fram til 2030, eins og áætlunin með Hvíta-Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa