fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 06:22

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi reyndi ökumaður að stinga lögregluna af í Grafarholti þegar honum voru gefin merki um að stöðva aksturinn. Hann lagði síðan bifreiðinni í bifreiðastæði og reyndi að hlaupa á brott en var hlaupinn uppi og handtekinn í anddyri fjölbýlishúss. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann reyndist einnig vera ökuréttindalaus. Að sýnatöku lokinni var hann frjáls ferða sinna.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 81 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Ökumaður var handtekinn í Grafarvogi, grunaður um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við leit á honum fannst hnúajárn og lagði lögreglan hald á það. Ökumaðurinn var frjáls ferða sinna að sýnatöku lokinni.

Ökumaður var handtekinn í Hafnarfirði eftir að hann lenti í umferðaróhappi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann viðurkenndi að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar þegar hann ók bifreiðinni og að hafa ekki verið í öryggisbelti. Hann reyndist einnig vera ökuréttindalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum