

Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, skírðu á dögunum dóttur sína, prinsessuna Lilibeth Diönu, sem er tæplega tveggja ára gömul – fædd 4. júní 2021. Aðeins 20-30 nánir vinir hjónanna voru viðstaddir skírnina og hefur Daily Mail það eftir einum þeirra að Karl Bretakonungur, Hertogaynjan Kamilla og Vilhjálmur prins hafi fengið boð í athöfnina en ekki mætt.
Eins og alþjóð veit hefur sambandið milli Harry og Meghan og bresku konungsfjölskyldunnar verið stirt, svo vægt sé til orða tekið, og ljóst að falleg athöfn hjá saklausu barnabarninu dugði ekki til að slíðra sverðin.
Guðfaðir Lilibeth litlu var kvikmyndamógúllinn Tyler Perry sem er góður vinur hertogahjónanna.
Þá vekur athygli að Harry og Meghan ákváðu að nota prinsessutitil Lilibethar, það væri réttur hennar við fæðingu, og þau ætla að halda honum til streitu þótt að Karl konungur íhugi að fækka titlum fjölskyldunnar.
