fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Guðmundur var rekinn frá landsliðinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2023 11:39

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið staðhæfir að brotthvarf Guðmundar Þ. Guðmundssonar úr starfi þjálfara karlalandsliðsins í handbolta hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun, eins og HSÍ hefur tilkynnt, heldur hafi Guðmundur verið látinn hætta.

Tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar í síðustu viku en hann hefur þjálfað liðið samfleytt frá árinu 2018. Liðið náði sjötta sæti á EM í Ungverjalandi 2022 en aðeins 12. sæti á nýafstöðnu HM-móti í Svíþjóð og Póllandi. Áður hefur Guðmundur náð að vinna Ólympíusilfur og EM-brons sem þjálfari Íslands, eins og alkunna er.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru ástæðurnar fyrir brottrekstri Guðmundar tvíþættar, annars vegar slakur árangur liðsins á HM og hins vegar samstarfsörðugleikar. Í fréttinni segir:

„Heim­ild­ir mbl.is herma að bæði meðlim­ir í landsliðsnefnd HSÍ og leik­menn liðsins hafi viljað ljúka sam­starf­inu árið 2021, eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu í Egyptalandi lauk. Þess í stað var ákveðið að fram­lengja samn­ing þjálf­ar­ans í tvígang.

And­rúms­loftið í her­búðum ís­lenska liðsins hef­ur ekki verið gott á síðustu stór­mót­um og var sam­band hans við leik­menn og aðra inn­an HSÍ komið í þann far­veg að því var ekki viðbjarg­andi.“

Leit HSÍ að nýjum landsliðsþjálfara hefst í næstu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“