fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Trekantsdrama í Rússlandi – Prigozhin er sagður vilja mynda bandalag með Kadyrov gegn Pútín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2023 08:00

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaliðar úr Wagnerhópnum, tétenskir undirmenn Ramzan Kadyrov leiðtoga Téténíu og rússneski herinn eiga það sameiginlegt að berjast í Úkraínu undir fána Rússlands.

En svo virðist sem hinu góða samstarfi þeirra ljúki þar því leiðtogar þessara þriggja hópa, Yevgeny Prigozhin eigandi Wagner, Ramsan Kadyrov leiðtogi Téténíu og Vladímír Pútín Rússlandsforseti, eru ekki alltaf ánægðir með hver annan.

Þetta kemur fram í nýlegu mati bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) um gang stríðsins í Úkraínu.

Í þessu mati kemur meðal annars fram að Prigozhin sé að reyna að auka völd sín í Rússlandi með því að reyna að tryggja Wagner-hópnum stöðuna sem úrvalshermenn landsins. Hann hefur ítrekað gagnrýnt rússneska varnarmálaráðuneytið og herinn í þeirri viðleitni sinni að láta Wagner-hópinn taka yfir fleiri þætti stríðsrekstursins.

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

 

 

 

 

 

ISW segir að Prigozhin hafi reynt að fá Kadyrov og hermenn hans til að snúast gegn rússneska varnarmálaráðuneytinu og þar með stjórn Pútíns.

Ramzan Kadyrov. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Þessu hefur Kadyrov hafnað að sögn ISW því hann sjái mun meiri ávinning af að halda núverandi stöðu sinni sem leiðtogi Téteníu en að mynda bandalag með Prigozhin í deilum við Pútín.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni DIIS, sagði í samtali við TV2 að svo virðist sem einhverskonar uppgjör eigi sér stað á milli Kadyrov og Prigozhin. Þeir hafi haft sömu stefnu en nú geti verið að Kadyrov telji að Prigozhin hafi gengið of langt.

ISW segir að Prigozhin ætli nú að reyna að fá rússneska öfgaþjóðernissinna til liðs við Wagner í áróðursstríði hans gegn rússneska hernum.

Splidsboel sagði að orðrómar hafi verið um að Prigozhin hafi verið ýtt til hliðar og hafi beðið ákveðinn skaða. Hann sagðist hins vegar ekki telja að hann sé búinn að vera eins og sumir hafa haldið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“