fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Segir að þessi lönd séu hugsanlega næsta skotmark Pútíns ef hann sigrar í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 08:00

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir óttast að ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu muni þeir halda landvinningum sínum áfram og að það verði ekki tilviljun hvaða lönd þeir ráðast næst á.

B.T. spurði Flemming Splidsboel, sérfræðing í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni DIIS, hvaða lönd séu líkleg sem næstu skotmörk Pútíns.

„Moldóva og Georgía eru þau augljósustu,“ sagði hann.

Hann sagði að þrátt fyrir að þetta séu lítil lönd, þá sé ekki öruggt að Rússar muni fara beint í hernaðaraðgerðir gagnvart þeim eftir stríðið í Úkraínu. „Þeir munu líklega reyna að raska jafnvæginu í löndunum áður en þeir ráðast á þau. Maður getur ímyndað sér að þeir muni efna til óeirða, óróleika og reyna að hafa áhrif á kosningar í löndunum,“ sagði hann.

Hvað varðar sigur í stríðinu í Úkraínu sagði hann að í nútíma stríði sé erfitt að vita hvort sigur vinnist eða ekki. „Ef Rússar ná til dæmis yfirráðum yfir átakasvæðunum í Úkraínu en missa 80.000 hermenn, þá held ég ekki að rússneskur almenningur muni líta á það sem sigur,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um að niðurstaða stríðsins í Úkraínu sé afgerandi fyrir framtíð Rússlands.

„Ef Rússar tapa í Úkraínu munu þeir standa særðir eftir og verða að viðurkenna að þeir hafa misst afgerandi áhrif í fyrrum ríkjum Sovétríkjanna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn