fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vilja að horfin móðir þeirra verði lýst látin – Bíllinn hennar fannst yfirgefinn við Dyrhólavita

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 13:00

Frá Dyrhólaey. Mynd: Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn konu sem hvarf skammt frá Dyrhólaey, við suðurströnd Íslands, síðla árs 2019, hafa krafist þess að móðir þeirra verði úrskurðuð látin. Stefna málsins var birt í Lögbirtingablaðinu í dag af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Suðurlands.

Konan hvarf þann 20. desember árið 2019. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst bíll hennar yfirgefinn við Dyrhólavita en einnig liggur fyrir að konan hafi sent móður sinni skilaboð þennan dag með myndskeiði úr farsíma sínum en myndskeiðið er tekið í myrkri svo greina má kletta og heyra brimhljóð. Skilaboðin hljómuðu „fyrirgefið“ á móðurmáli konunnar, sem er erlend, en eiginmaður hann er íslenskur og eiga þau tvö börn á unglingsaldri. Skömmu eftir sendingu skilaboðanna datt síminn út af sendum og má ráða af staðsetningu að síminn hafi þá verið á eða við Dyrhólaey.

Leit hófst að konunni þremur dögum síðar. Leitarhundar röktu spor konunnar frá bílnum og að klettabrún. Ekkert hefur spurst til konunnar né líkamsleifar hennar fundist þrátt fyrir ítrekaða leit á öllu svæðinu frá Ölfusárósum og í Austur-Skaftafellssýslu.

Fjölskylda konunnar sá hana síðast á Hellu þann 20. desember árið 2019.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í lok maí á þessu ári. Fyrir dóm er stefnt hverjum þeim sem kann að hafa upplýsingar um málið að koma fyrir dóm við þingfestingu. Komi ekki fram upplýsingar sem staðfesta að konan sé ekki horfin má vænta þessa að dómur verði kveðinn upp um að hún skuli teljast látin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“