fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Forstjórar flugfélaganna spá hruni í ferðamannaiðnaðinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 09:00

Keflavíkurflugvöllur. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjórar Icelandair og Play segja að ferðamannaiðnaðurinn hér á landi geti hrunið ef ESB hunsar óskir Íslands um undanþágu frá hærri kolefnisskatti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að flugferðum hingað til lands geti fækkað um meira en helming ef þessi undanþága fæst ekki.

„Málið er mjög alvarlegt, við fylgjumst spennt með baráttu íslenskra stjórnvalda. Ég hef nefnt orðið hamfarir í þessu samhengi,“ er haft eftir Birgi.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði að ef ekki verði tekið tillit til óska Íslendinga myndi öfugþróun eiga sér stað hvað varðar tengingar flugleiðis við útlönd, inn- og útflutning, ferðaþjónustuna og hagkerfið í heild.

„Þessar breytingar myndu að óbreyttu hafa meiri áhrif á félög sem fljúga í gegnum Ísland en mörg önnur svæði. Flugið myndi færast annað, það myndi ekki minnka heldur færast til,“ sagði hann.

Birgir benti á að það sé tengiflugið sem geri að verkum að flugsamgöngur séu eins og góðar og þær eru nú. „Það er hægt að fljúga um víðan völl með stoppi hér, annars væru þetta bara örfá flug til og frá landinu eins og í gamla daga,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“