fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Segir að íbúðaverð muni lækka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna þyngri greiðslubyrði íbúðalána vegna vaxtahækkana mun íbúðaverð lækka. Þetta er mat sérfræðinga Jakobsson Capital.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Snorra Jakobssyni, hagfræðingi hjá Jakobsson Capital, að útlit sé fyrir að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu muni lækka á næstu misserum vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Einnig sé uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir ekki eins mikil og áður var talið.

Í skýrslu Jakobsson Capital, Timburmenn á fasteignamarkaði, er fjallað um húsnæðismarkaðinn og er spáð 12% raunverðslækkun fram til ársloka 2024. Verðið verði samt sem áður tæplega 19% hærra í árslok 2024 en um mitt ár 2019.

Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann reikni með að fasteignaverð muni lækka að raunverði á næstu árum og að vextir verði háir sem og verðbólga. Mesta verðlækkunin verður á þessu ári en síðan dregur úr henni á næsta ári sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“