fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Segir að íbúðaverð muni lækka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna þyngri greiðslubyrði íbúðalána vegna vaxtahækkana mun íbúðaverð lækka. Þetta er mat sérfræðinga Jakobsson Capital.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Snorra Jakobssyni, hagfræðingi hjá Jakobsson Capital, að útlit sé fyrir að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu muni lækka á næstu misserum vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Einnig sé uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir ekki eins mikil og áður var talið.

Í skýrslu Jakobsson Capital, Timburmenn á fasteignamarkaði, er fjallað um húsnæðismarkaðinn og er spáð 12% raunverðslækkun fram til ársloka 2024. Verðið verði samt sem áður tæplega 19% hærra í árslok 2024 en um mitt ár 2019.

Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann reikni með að fasteignaverð muni lækka að raunverði á næstu árum og að vextir verði háir sem og verðbólga. Mesta verðlækkunin verður á þessu ári en síðan dregur úr henni á næsta ári sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga