Kæra hefur verið lögð fram vegna líkamsárásar í tengslum við þorrablót á Eskifirði um síðustu helgi. Austurfrétt greinir frá þessu.
Ekki er greint nánar frá málsatvikum en lögregla mun hafa verið kölluð til þegar atvikið átti sér stað og er málið í rannsókn. Kæra barst í vikunni vegna atviksins.