fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Borgarbyggð fær ekki grænt ljós hjá Hæstarétti í málinu gegn Gunnlaugi – Þurfa að borga um sjö milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. janúar 2023 16:00

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson. Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Borgarbyggðar um áfrýjunarleyfi og mun því ekki taka fyrir mál sveitarfélagsins gegn brottreknum sveitarstjóra, Gunnlaugi Auðuni Júlíussyni. Borgarbyggð ákvað að freista þess að fá áfrýjað dómi Landsréttar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Gunnlaugur hefði átt rétt á sex mánaða biðlaunum en ekki bara þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Núverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, Stefán Broddi Guðjónsson, gerði DV grein fyrir þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að freista þessa að áfrýja málinu í desember síðastliðnum og sagði meðal annars:

„Okkur þykir ekkert léttvægt að vera dæmd til að greiða fjórar milljónir króna til fyrrum sveitarstjóra og til viðbótar þrjár milljónir króna í málskostnað í máli sem að mjög litlu leyti féll á móti Borgarbyggð.“

Hæstiréttur tilkynnti Borgarbyggð í dag að umsókn um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu hefði verið hafnað. Umsóknin byggði á því að dómur Landsréttar væri rangur, að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um túlkun samningsbundinna ákvæða um biðlaun starfsmanna sveitarfélaga, og það varði mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins.

Hæstiréttur vísaði þessum röksemdum öllum á bug og hafnaði beiðninni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Í gær

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“