fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stjörnulæknar koma Skúla Tómasi til varnar og fordæma fjölmiðla – „Mannorðsmorð var skreytt verðlaunum!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gangi þér sem allra best Skúli. Sú einhliða umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um þetta mál er því fréttafólki sem á bak við stendur til skammar – og Blaðamannafélaginu, þegar til þess er litið að þessi einhliða umfjöllun og meðfylgjandi mannorðsmorð var skreytt verðlaunum!“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir  og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, í kveðju til læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Facebook.

Vísir greinir frá þessu.

Páll Matthíasson vísar þarna til þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgunnar fékk Blaðamannaverðlaun Íslands árið 2022 fyrir umfjöllun sína um mál Skúla Tómasar.

Rannsókn lögreglu á málum Skúla Tómasar, sem hefur legið undir grun um að hafa orðið valdur að ótímabærum dauða sex sjúklinga með því setja þá á tilefnislausa lífslokameðferð, er á lokastigum og málið fer brátt til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort Skúli Tómas verður ákærður fyrir manndráp eða ekki, en fyrir liggja kærur um manndráp frá aðstandendum sjúklinga.

Sjá einnig: Skúli rýfur þögnina

Skúli Tómas steig fram með FB-færslu í morgun þar sem fram kemur að honum hafi til þessa verið óheimilt að tjá sig um málið. Hann upplýsir jafnframt að dómskvaddir matsmenn hafi skilað þeirri niðurstöðu að umræddir sjúklingar hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Falleinkunn Landlæknis

Formleg kvörtun vegna vinnubragða Skúla Tómasar sem yfirlæknis HSS á árunum 2018-2020, var send til Landlæknis síðla árs 2019. Landlæknir skilaði áliti sem var samfelldur áfellisdómur yfir vinnubrögðum Skúla Tómasar og leiddi til þess að hann var sviptur lækningaleyfi. Hann fékk síðan aftur takmarkað lækningaleyfi og hóf störf á Landspítalanum undir eftirliti. Hann fór sjálfviljugur í leyfi frá  Landspítalanum en hóf störf að nýju fyrir skömmu. Aðstandendur sjúklinga sem létust á HSS á vakt Skúla Tómasar þar hafa fordæmt endurkomu hans.

Í áliti Landlæknis segir meðal annars að andmæli og útskýringar Skúla Tómasar, á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð við sjúkling sem dó og kært var vegna, heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð, og að um misskilning sé að ræða, fái ekki stuðning í gögnum. Einnig segir að Landlæknir fallist ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu á lífslokameðferð í stað líknarmeðferðar. Þvert á móti liggi fyrir að hugtakið lífslokameðferð hafi verið skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem Skúli Tómas skrifaði.

Kærur um manndráp voru lagðar fram á þeim grundvelli að Skúli Tómas hafi sett sjúklinga að óþörfu í lífslokameðferð. Landlæknir virðist styðja þá skoðun og lýsir vinnubrögðunum sem alvarlegri vanrækslu og mistökum læknisins í tilviki viðkomandi sjúklings. Á hinn bóginn segir Skúli Tómas í dag, í áðurnefndum pistli sínum, að dómskvaddir matsmenn hafi skilað því áliti að umræddir sjúklingar hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Læknirinn í eldhúsinu styður Skúla Tómas

Nú stíga þekktir læknar fram, styðja Skúla Tómas og fordæma umfjöllun fjölmiðla um málið. Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, og landsþekktur mattgæðingur, segir:

„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þessu máli síðustu árin. Ég þekki það kannski betur en flestir – þar sem ég hef unnið með Skúla Gunnlaugssyni síðustu árin – og þekki hann bara af góðu.

Þetta hefur verið keyrt áfram af dæmalausri hörku og algerlega einhliða í fjölmiðlum. Svo virðist sem þetta mál hefur verið rekið helst af einum fréttamanni, fyrst á Stöð 2 og nú RÚV og skilað viðkomandi blaðamannaverðlaunum í fyrra.

Nú virðast rannsókn lögreglu benda til þess að lítið sem ekkert sé að baki þessum alvarlegu ásökunum. Sama ,,fréttin” dunið á landsmönnum liðin tvö ár þegar málið er í eðlilegum farvegi lögreglu. Og ennþá heldur þessi miskunnarlausa fréttamennska áfram – fjölmiðlar virðast sem rannsakandi, kærandi og dómari!

Það er stórfurðulegt að RÚV skuli láta þetta viðgangast þegar haft er huga að þessum sakborningum er óheimilt að tjá sig um efnisatriði málsins lögum skv. fyrr en því lýkur.

Mér finnst eðlilegt að við gerum kröfur til blaðamanna um sanngjarna umfjöllun um þá málefni sem þau fjalla um.

Sérstaklega þegar þau eru jafn viðkvæm eins og þessi.“

Í sama streng tekur Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala. Hún segir: „Blasir það ekki við að í svona viðkvæmum málum þá geta þeir heilbrigðisstarfsmenn sem undir ásökun sitja ekki tjáð sig? Væri þá ekki eðlilegra að bíða með umfjöllun -eða í það minnsta ekki nafngreina fólk? Eða er það aflagt að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? – Þessi heygaflastemning á torgum ætti að tilheyra myrkri fornöld!“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“