fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt atvik í Smáralind í gær – „Við héldum bara vel utan um hvert annað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 17:45

Frá Smáralind. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versluninni Söstrene Grene í Smáralind var lokað um fjögur-leytið í gær í kjölfar óhugnanlegs atviks sem átti sér stað þar inni.

Kona sem hafði samband við DV segir mann þar hafa skorið sig á úlnlið með hönnunarhníf úr verslunni. Þær upplýsingar eru ekki staðfestar en Fréttablaðið greinir frá því í morgun að maður hafi reynt að taka eigið líf í verslun í Smáralind í gær. Hann hafi verið fluttur á slysadeild eftir að hafa skaðað sjálfan sig í verslun.

Í fréttinni segir:

„Gunn­ar Hilm­ars­son að­al­varð­stjór­i hjá lög­regl­unn­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u segir at­vik­ið hafa átt sér stað á tíma þar sem töl­u­verð­ur fjöld­i er í versl­un­ar­mið­stöð­inn­i. Hann segir starfs­fólk­i versl­un­arinnar og Smár­a­lind­ar hafa ver­ið leið­beint um það hvern­ig þau geti sótt sér á­fall­a­hjálp hjá Rauð­a kross­in­um.

Sveinn Stef­áns­son þjón­ust­u­stjór­i hjá Smár­a­lind seg­ir á­kveðn­a ferl­a fara í gang þeg­ar slíkt ger­ist í versl­un­ar­mið­stöð­inn­i en vild­i ekki frek­ar tjá sig um mál­ið.“

Þurftu að þrífa upp blóð af gólfinu

DV náði sambandi við Aðalstein Þórarinsson, einn eigenda Söstrene Grene, sem staðfestir atvikið en getur ekki fullyrt að um sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða, frá sínum sjónarhóli.

„Við ákváðum að gera það,“ segir Aðalsteinn, aðspurður um hvort versluninni hafi verið lokað. „Ekkert okkar sá hvað gerðist en maðurinn bað um hálp og okkar fyrstu viðbrögð voru að hringja í 112,“ segir hann og staðfestir að lögregla og sjúkralið hafi komið á vettvang. Hlúð var að manninum og hann fluttur á slysadeild. „Það var hlúð að manninum eins og eftir hvert annað slys.“

Aðalsteinn segir að töluvert blóð hafi verið á vettvangi og þau hafi þurft að þrífa upp blóð af góflinu. Hann segir að það hafi verið forgangsmál að afla manninum hjálpar og síðan að hlúa að starfsfólkinu. „Við héldum bara vel utan um hvert annað, svona til að byrja með,“ segir Aðalsteinn og staðfestir að leitað verði áfallahjálpar fyrir starfsfólk sem var á staðnum. „Við öflum okkur upplýsinga um hvernig best sé að standa að því og það er bara í vinnslu, það eru ýmsar leiðir í boði,“ segir Aðalsteinn, en starfsemi verslunarinnar er nú með eðlilegum hætti.

Glímir þú við sjálfs­víg­hugsanir ráð­leggjum við þér að ræða málin við sér­þjálfaða ráð­gjafa Rauða krossins í hjálpar­símanum, 1717, eða á net­spjalli Rauða krossins. Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“