fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Söfnun vegna andláts ungrar móður – „Með mikilli sorg í hjarta þurfum við að kveðja hana Margréti Völu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung móðir, Margrét Vala Steinarsdóttir, varð bráðkvödd í síðustu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 12. janúar. Margrét Vala var fædd 22. janúar árið 1996. Hún lætur eftir sig tvo unga syni, sem og marga ættingja og vini sem eru harmi slegnir.

Vinkonur Margrétar Völu hafa tekið sig saman og stofnað styrktarreikning til að safna fyrir útfararkostnaði. Í tilkynningu sem Ísey Jökulsdóttir hefur sent frá sér segir að ef fjármunir safnast umfram útfararkostnað munu þeir skiptast á milli eftirlifandi sona Margrétar.

„Með mikilli sorg í hjarta þurfum við að kveðja hana Margréti Völu, aðeins 26 ára gamla. En hún varð bráðkvödd fimmtudaginn síðastliðinn og hún skilur eftir sig fjöldann allan af fólki í sárum, þar að meðal tvo drengi.“

Eins og fyrr segir er Margrétar Völu sárt saknað og harmi slegnir vinir hafa kvatt hana undanfarna daga með fallegum orðum á samfélagsmiðlum. DV sendir þessu fólki innilegar samúðarkveðjur.

Söfnunarreikningurinn er á nafni Sigurveigar Jóhannsdóttur. Reikningsupplýsingarnar eru hér að neðan og minnt er á að við svona aðstæður munar um lítið framlag hvers og eins:

Kennitala: 290198-2249  Reikningsupplýsingar: 0123-15-088123

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“