Um áttaleytið í gærkvöldi vor þrír aðilar handteknir á hóteli í miðborginni.Þeir reyndust vera með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi notið aðstoðar Sérsveitar Ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. Aðilarnir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þá var tilkynnt um eignaspjöll í grunnskóla í austurborginni en þar höfðu ungmenni ollið skemmdum með flugeldum.
Að öðru leyti var gærkvöldið og nóttin frekar róleg hjá lögreglu sem viðhafði eftirlit með veitingahúsum í miðborginni. Nokkrir staðir voru kærðir fyrir að vera ýmist ekki með dyraverði eða dyraverði án réttinda við störf.