fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Vímaður ökumaður var með piparúða á sér – Tveir grunaðir um ólöglega dvöl á landinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bar það helst til tíðinda að ökumaður var handtekinn í Hafnarfirði grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og vopnalagabrot því hann var með piparúða á sér. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þá eru tveir aðilar í fangageymslu eftir vaktina en þeir eru grunaðir um að dvelja ólöglega hér á landi. Annar þeirra var handtekinn þegar afskipti voru höfð af honum á Miðborgarsvæðinu vegna gruns um vörslu fíkniefna en við skoðun vaknaði grunur um að hann dvelji ólöglega hér á landi.  Hinn var handtekinn í Kópavogi vegna gruns um vörslu fíkniefna og vaknaði þá grunur um að hann dvelji ólöglega hér á landi.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra hafði ekið bifreið sinni út af vegi í Háaleitis- og Bústaðahverfi og fest hana í snjóruðningi.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi og var sá grunaði látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!