fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna vill fleiri virkjanir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 09:00

Ljósafossvirkjun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna, eða 66%, vill fleiri vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hér á landi. Meiri stuðningur er við virkjanir á meðal íbúa á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði og Fréttablaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að 28% telja þörf á mun fleiri virkjunum en nú eru til staðar.

Mjög fáir telja þörf á færri vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum eða 7% og þar af telja 3% þörf á mun færri virkjunum.

Rúmur fjórðungur, eða 26%, svaraði hvorki né og má ætla að þessi hópur sé nokkuð sáttur við núverandi fjölda virkjana.

Mikill munur var á afstöðu kynjanna. 74% karla vilja virkja meira en 56% kvenna. 36% karla vilja virkja mun meira en hjá konunum er hlutfallið 17%.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma