Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna óttast að ferðaþjónstufyrirtæki hér á landi slái af fagmennsku og þekkingu í vetrarferðum. Nýleg dæmi sýni ótrúlegan loddaraskap. Hann er í viðtali á Fréttavaktinni í kvöld.
Þangað kemur líka Baldur Hafstað, íslenskufræðingur sem óttast að afkynjun íslenskunnar muni leiða til óreglu og lélegs málskilnings. Hann er þó sannfærður að málvönunin sem nú standi yfir muni ganga til baka.
Loks er tekið á vanda veitingamanna á Íslandi sem bera sig aumlega, en nýkomnir út úr samkomutakmörkununum síðustu ára standa þeir frammi fyrir hækkun launa og enn einni hækkuninni á áfengisgjaldi hins opinbera.
Fréttavaktin er alltaf á sínum stað á Hringbraut klukkan 18:30 í opinni dagskrá eins og allt annað efni stöðvarinnar.