fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna veðursins á morgun – „MEÐ LJÓTARI SPÁM!“ segir Einar veðurfræðingur

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. september 2022 13:45

Skjáskot af korti sem Einar lét fylgja með færslnni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„MEÐ LJÓTARI SPÁM!“ segir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson um veðrið á morgun í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Búist var við því að veðrið yrði slæmt á morgun en Einar segir að veðurútlitið fyrir morgundaginn sé búið að versna. Þá er hann að tala um veðrið á Suðaustur- og Austurlandi

„Það er í kjölfar lægðarinnar þegar kólnar ört og kalda loftið nær að steypast fram af brúnum fjalla og Vatnajökuls. Spá fyrir vind í 850 hPa (1.250 m) kl. 15 á morgun er með þeim ljótari. Það „tvíflaggar“ á tveimur stöðum, það er 100 hnúta vindur sem samsvarar meðalvindi upp á rúmlega 50 m/s í þessari hæð,“ segir Einar í færslunni.

Þá vekur hann athygli á því að Veðurstofan sé búin að gefa út appelsínugula viðvörun á þessum slóðum. „Mikill viðbúnaður í gangi vegna þessa eins og gefur að skilja,“ segir hann svo.

Einar er ekki eini veðurfræðingurinn sem hefur áhyggjur af veðrinu á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til að tryggja lausamuni. „Veður í september hefur fram að þessu hefur verið rólegt og því verður veðrið um helgina mikil viðbrigði og mikilvægt að láta það ekki koma sér á óvart. Íbúar á landinu eru hvattir til huga að sínu nærumhverfi og gera ráðstafanir. Til dæmis þarf að koma sumarhúsgögnum í skjól sem og öðrum hlutum sem geta fokið,“ segir í hugleiðingunum.

„Það má því búast við miklum sviptingum í veðrinu um helgina, útlit er fyrir óveður í tveimur þáttum. Í dag eru það hlýindi og suðvestan hvassviðri eða stormur. Á morgun enn sterkari norðvestanátt og kólnar, þó ber að árétta að vestanvert landið virðist ætla að sleppa við óveður á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“