fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Rifist um nýja miðbæinn á Selfossi – „Hvað finnst ykkur um þessa viðurstyggð?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 12:24

Mynd: Fréttablaðið/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag birtist færsla um nýja miðbæinn á Selfossi í svæði á samfélagsmiðlinum Reddit sem tileinkað er arkitektúr. Sá sem birti færsluna er Íslendingur sem er afar ósáttur með miðbæinn þrátt fyrir að hann hafi fengið afar góðar viðtökur síðan hann var opnaður.

„Hvað finnst ykkur um þessa viðurstyggð á Selfossi?“ spyr sá sem birti færsluna en hann kveðst ósáttur með dýrkun fólks á miðbænum. Þá segir hann að það fólk sem er mikið fyrir nýhefðbundinn arkítektúr sé að hrósa sigri yfir miðbænum þrátt fyrir að hann sé „óekta“. Hann segir að búið sé að nota „Disneyland blekkingu“ yfir steypubyggingar til að láta þær líta út fyrir að vera eldri.

„Eins óekta og það gerist,“ segir hann svo að lokum.

„Þetta er að minnsta kosti ekki leiðinlegt nútímalegt drasl“

Ljóst er að meðlimir arkitektúrsamfélagsins á Reddit hafa mikinn áhuga á málinu þar sem yfir 150 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna. Í athugasemdunum eru nokkrir sem taka undir með ósátta Íslendingnum en töluvert fleiri eru þó ósammála honum. „Mér finnst þetta flott. Þetta er blönduð fagurfræði,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni.

„Óekta eða ekki, mér finnst þetta líta vel út. Þetta er að minnsta kosti ekki leiðinlegt nútímalegt drasl. Ég myndi frekar ganga í gegnum þetta svæði heldur en meirihlutann af skítnum sem telst vera nútímalegur arkítektúr,“ segir svo í annarri athugasemd og fleiri grípa í svipaða strengi.

Þá mæta nokkrir Íslendingar í athugasemdakerfið til að segja sína skoðun á miðbænum. Einn Íslendingur segir til dæmis að honum finnist þetta vera flottustu bygginar sem hafa verið byggðar á síðustu árum hér á landi.

„Í fyrsta lagi þá finnst mér hugmyndin frábær um að endurbyggja söguleg hús sem voru annað hvort rifin eða brunnu til kaldra kola. Í gamla daga var það mikið vandamál á Íslandi að hús brunnu, aðallega því þau voru byggð úr viði. Það er ástæðan fyrir því að það er ekki mikið af sögulegum húsum á Íslandi eins og annars staðar í Evrópu, því það kviknaði í þeim flestum. Í öðru lagi þá hefur fjöldi fólks sem kemur í miðbæinn aukist til muna. Svæðið er alltaf fullt af lífi og fólkið sem býr hérna elskar það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“