fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Þuríður Pálsdóttir söngkona látin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. ágúst 2022 09:58

Þuríður Pálsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Páls­dótt­ir, söng­kona og tón­list­ar­kenn­ari, lést í gær á hjúkr­un­ar­heim­ilinu Sól­túni, 95 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þuríður var frumkvöðull í tónlistarlífinu og söng í fjölmörgum óperu- og óperettuuppfærslum í Þjóðleikhúsinu, með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni, sem og í útvarpi og sjónvarpi.

Þuríður var lengi formaður Fé­lags ís­lenskra ein­söngv­ara. Hún sat í þjóðleik­hús­ráði frá 1978 og varð formaður þess 1983. Hún var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík 1991 til 1995.

Forseti Íslands sæmdi Þuríði riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1982 en hún hlaut margar aðrar merkar viðurkenningar, meðal annars silfurmerki Félags íslenskra leikara. Einnig hlaut hún heiðursverðlaun Grímunnar árið 2008.

Eig­inmaður Þuríðar var Örn Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri. Hann lést 1987. Börn þeirra eru Krist­ín, Guðmund­ur Páll og Lauf­ey.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“