fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Lögreglu tilkynnt um fjögur ungmenni með eggvopn í Hafnarfirði – Líklega metnaðarfullir arfareitarar í unglingavinnunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 06:54

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um eld í hraðbanka við Húsgagnahöllina við Bíldshöfða rétt eftir þrjú í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að laganna verðir hafi komið á vettvang á undan slökkviliði og slökkti eld með slökkvitæki úr lögreglubifreið með góðum árangri. Slökkvilið kom síðar á vettvang með hitamyndavél til þess að tryggja að lögregla hafi sinnt slökkvistörfum af kostgæfni. Þegar slökkvilið hafði tryggt að það væri búið að slökkva eld hófu þau reykræstingu. Í umfjöllun Morgunblaðsins í morgun kemur fram að um ærið verkefni hafi verið að ræða sem tók alls þrjár klukkustundir.

Meðal verkefna lögreglu var að aðstoða sláttutraktor sem sat fastur á umferðareyju á Hafnafjarðarvegi. Lögregla fór á vettvang til að tryggja umferðaröryggi en óskað var eftir dráttarbíl.

Þá vart ilkynnt var um fjögur ungmenni með eggvopn í Hafnarfirði um kl.17.30 í gær.  Tilkynnandi sá ungmennin hlaupa af vettvangi en skyldu þau eggvopnið eftir. Lögregla fór á vettvang og staðfesti að um garðverkfæri væri að ræða, segir í dagbók lögreglu að mögulegt sé að ungmennin hafi verið að reita arfa fram eftir í vinnuskólanum.

Tilkynnt var um fólksbíl sem hugðist taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að eftirvagn rakst utan í fólksbifreiðina. Fólksbifreiðin endaði á vegriði en á veginum var brak en sem betur fer enginn slasaður. Ekki er vitað hvort ökumaður flutningabifreiðarinnar hafi gert sér grein fyrir árekstrinum enda mikill stærðarmunur á ökutækjum. Ökumaður nam ekki staðar og ók af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“