fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Lögreglu tilkynnt um fjögur ungmenni með eggvopn í Hafnarfirði – Líklega metnaðarfullir arfareitarar í unglingavinnunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 06:54

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um eld í hraðbanka við Húsgagnahöllina við Bíldshöfða rétt eftir þrjú í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að laganna verðir hafi komið á vettvang á undan slökkviliði og slökkti eld með slökkvitæki úr lögreglubifreið með góðum árangri. Slökkvilið kom síðar á vettvang með hitamyndavél til þess að tryggja að lögregla hafi sinnt slökkvistörfum af kostgæfni. Þegar slökkvilið hafði tryggt að það væri búið að slökkva eld hófu þau reykræstingu. Í umfjöllun Morgunblaðsins í morgun kemur fram að um ærið verkefni hafi verið að ræða sem tók alls þrjár klukkustundir.

Meðal verkefna lögreglu var að aðstoða sláttutraktor sem sat fastur á umferðareyju á Hafnafjarðarvegi. Lögregla fór á vettvang til að tryggja umferðaröryggi en óskað var eftir dráttarbíl.

Þá vart ilkynnt var um fjögur ungmenni með eggvopn í Hafnarfirði um kl.17.30 í gær.  Tilkynnandi sá ungmennin hlaupa af vettvangi en skyldu þau eggvopnið eftir. Lögregla fór á vettvang og staðfesti að um garðverkfæri væri að ræða, segir í dagbók lögreglu að mögulegt sé að ungmennin hafi verið að reita arfa fram eftir í vinnuskólanum.

Tilkynnt var um fólksbíl sem hugðist taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að eftirvagn rakst utan í fólksbifreiðina. Fólksbifreiðin endaði á vegriði en á veginum var brak en sem betur fer enginn slasaður. Ekki er vitað hvort ökumaður flutningabifreiðarinnar hafi gert sér grein fyrir árekstrinum enda mikill stærðarmunur á ökutækjum. Ökumaður nam ekki staðar og ók af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð