fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Fólk gæti þess að lausamunir geti ekki fallið á það í svefni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór skjálfti varð rétt fyrir klukkan sex í kvöld, en staðfest stærð skjálftans er 5,4 og átti hann upptök sín á 3,5 km dýpi 3 km frá Grundavík. Skjálftinn fannst mjög víða á suðvesturhorni landsins. Tilkynningar hafa borist um tjón frá Grindavík en engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki. Fólk er hvatt til að gæta að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og gæta þess sérstaklega að ekkert geti fallið á fólk í svefni.

Í tilkynningu segir:

„Í dag laust fyrir klukkan 18:00 varð jarðskjálfti upp á 5.4, 3 km ANA Grindavíkur á 3.5 km dýpi.  Skjálftinn fannst mjög víða á suðvesturhorni landsins. Tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík en engar tilkynningar um slys á fólki.  Almannavarnir fylgjast vel með framvindunni í samvinnu við lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands.

Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.  Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Rétt er að geta þess að tjón á munum og eignum er tilkynnt á vefsíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands.   Ef slys hafa orðið á fólki er það tilkynnt til 112.

Í gær settu Almannavarnir á óvissustig Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði