fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Ölvaðir í umferðaróhappi og ofurölvi eldri kona með reiðhjól

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í Miðborginni. Tjónvaldur var sagður vera ölvaður og að annar ölvaður maður væri í bifreiðinni með honum og væru þeir að drekka bjór.

Tvímenningarnir voru handteknir og fluttir í fangageymslu. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptir ökuréttindum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla í baki og hnakka.

Skömmu fyrir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ofurölvi eldri konu í Laugarneshverfi. Var hún með reiðhjól með sér. Hún neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar og vildi ekki skýra frá dvalarstað sínum. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ölvunarástands hennar.

Í Garðabæ var 15 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hefur að vonum ekki öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga