fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Felix vænir stjórnendur í sundheiminum um transfóbíu – Segir hatrið „gjörsamlega yfirgengilegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2022 11:40

Felix Bergsson. Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Bergsson, leikari og Eurovisionkóngur, er afar ósáttur við nýjar reglur Alþjóðasundbandsins sem kynntar voru í gær og kveða á um að trans konum er óheimilt að keppa í kvennaflokki á afreksstigi.

Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent fundagesta. Sundsamband Íslands er meðal þeirra sem kaus með banninu.

Til stendur að setja á laggirnar opinn flokk þar sem allir geta keppt, trans fólk sem og aðrir.

Samkvæmt rannsókn sem var kynnt á ársþingi Alþjóðasundsambandsins var hægt að mæla forskot hjá einstaklingum sem höfðu tekið út kynþroskaskeiðið áður en þau fóru í gegnum kynjaleiðréttingu.

Gamli kvíðinn rifjast upp

„Þegar ég sé umræðuna sem skapast nú um transfólk í fjölmiðlum í kjölfar transfóbískrar afstöðu þeirra sem stjórna málum í sundheiminum, rifjast upp gamli kvíðinn sem ég upplifði alla tíð þegar málefni samkynhneigðra voru rædd. Sérstaklega áður en ég kom út úr skápnum,“ skrifar Felix í opinni færslu á Facebook og hefur hann fengið gríðarlega mikið af jákvæðum viðbrögðum.

„Þetta var umræðan sem negldi okkur svo mörg inní skápinn, umræða byggð á hatri, vankunnáttu og botnlausum fordómum. Sjálfskipaðir fræðingar ruddust fram og vissu allt um okkur „kynvillingana“, kynhegðan okkar, ástarlíf, meinta geðveiki, hvernig við smituðum hvert annað af óeðlilegum hugsunum, hvernig við plötuðum börn til fylgilags, hvernig við lögðumst á börn, hversu takmarkaðar lífslíkur okkar væru vegna ímyndaðrar kynhneigðar okkar, hvernig gvuð væri að refsa okkur, hvernig við gætum ekki verið fjölskylda og alið upp eðlileg börn og svo framvegis og svo framvegis. Homminn var ákveðin steríótýpa, lesbían önnur. Það átti að halda okkur frá íþróttastarfi. Það átti að halda okkur frá opinberum embættum. Helst átti að loka okkur inni, læsa og henda lyklinum,“ segir Felix.

„Þið eruð ekki ein“

Hann segist finna innilega til með öllu hinsegin fólki og aðstandendum þeirra þegar svona stormur geisar.

„Sérstaklega hugsa ég til transfólks og kynsegin einstaklinga. Hatrið í garð þeirra er gjörsamlega yfirgengilegt. Skorturinn á samkennd algjör. Skömmin þeirra sem leiða þessa umræðu er mikil,“ segir hann og bætir við:

„Þess vegna vil ég bara segja – munið að þið eruð ekki ein. Við erum miklu fleiri sem styðjum baráttu ykkar fyrir mannvirðingu og eðlilegu lífi á ykkar forsendum. Gefist ekki upp. Sækið ykkur stuðning og ljós. Við munum sigra að lokum. Þessi stormur gengur yfir.

Lifi ljósið.“

Möguleiki Thomas nú úr sögunni

Réttindi trans kvenna til þáttttöku á afreksstigi íþrótta hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði eftir að Lia Thomas, trans kona, sigraði meðal annars silfurhafa á Ólympíuleiknunum á bandaríska háskólameistaramótinu í sundi í vor.

Thomas var búin að lýsa yfir áhuga á að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum en með þessu er sá möguleiki úr sögunni.

Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fulltrúi Íslands hafi kosið með banninu líkt og aðrar skandinavískar þjóðir. „Það er ekki verið að banna trans konum að taka þátt í sundi, heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni,“ sagði Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim