fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskur þingmaður leggur til að varnarmálaráðherra NATÓ-ríkis verði rænt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 09:00

Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski þingmaðurinn Oleg Morozov kom fram í spjallþættinum, „60 mínútur“ á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya-1 á mánudagskvöldið. Þar sagði hann að Rússar eigi að reyna að ræna varnarmálaráðherra frá einhverju NATÓ-ríki þegar hann er í heimsókn í Úkraínu.

Markmiðið er að yfirheyra ráðherrann til að komast að hvaða „skipanir“ Vesturlönd hafa gefið ríkisstjórninni í Kyiv.

„Kannski er þetta besta áætlunin sem ég hef sett fram . . . að einhvern tímann í náinni framtíð muni stríðsráðherra frá einu NATÓ-ríki ferðast með lest til Kyiv til að ræða við Zelenskyy. En hann kemst ekki á áfangastað. Þess í stað vaknar hann í Moskvu,“ sagði Morozov sem hefur setið á þingi síðan 1993 fyrir flokk Vladímír Pútíns, Sameinað Rússland.

Þegar þáttastjórnandinn spurði hann staðfesti hann að ræna ætti ráðherranum til að geta yfirheyrt hann í Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“