fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Rússneskur þingmaður leggur til að varnarmálaráðherra NATÓ-ríkis verði rænt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 09:00

Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski þingmaðurinn Oleg Morozov kom fram í spjallþættinum, „60 mínútur“ á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya-1 á mánudagskvöldið. Þar sagði hann að Rússar eigi að reyna að ræna varnarmálaráðherra frá einhverju NATÓ-ríki þegar hann er í heimsókn í Úkraínu.

Markmiðið er að yfirheyra ráðherrann til að komast að hvaða „skipanir“ Vesturlönd hafa gefið ríkisstjórninni í Kyiv.

„Kannski er þetta besta áætlunin sem ég hef sett fram . . . að einhvern tímann í náinni framtíð muni stríðsráðherra frá einu NATÓ-ríki ferðast með lest til Kyiv til að ræða við Zelenskyy. En hann kemst ekki á áfangastað. Þess í stað vaknar hann í Moskvu,“ sagði Morozov sem hefur setið á þingi síðan 1993 fyrir flokk Vladímír Pútíns, Sameinað Rússland.

Þegar þáttastjórnandinn spurði hann staðfesti hann að ræna ætti ráðherranum til að geta yfirheyrt hann í Moskvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin