fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Segja vísbendingar um uppreisn meðal rússneskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 07:01

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið mikla mannfall rússneska hersins í Úkraínu hefur eyðilegt móralinn hjá hermönnunum og vísbendingar eru um uppreisn meðal rússneskra hermanna.

Þetta er mat breskra leyniþjónustustofnana en breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu í stöðuskýrslu sinni í gær en ráðuneytið sendir frá sér stöðuskýrslu daglega um gang mála í stríðinu í Úkraínu.

Í stöðuskýrslunni segir að Rússar hafi líklega orðið fyrir miklu og eyðileggjandi mannfalli meðal lágtsettra hermanna og einnig meðal yfirmanna á millistigi.  Fram kemur að þrýstingur frá Kreml á háttsetta herforingja smiti út frá sér á vígvellinum þar sem óraunhæfar væntingar séu gerðar til rússnesku hermannanna og það hefur miklar afleiðingar að mati Bretanna.

Þeir segja að þessi þrýstingur verði til þess að herdeildarforingjar muni líklega sjá til þess að rússnesku hersveitirnar haldi sókn sinni áfram en það feli í sér mikla hættu á enn meira mannfalli. Ástæðan fyrir þessu er að sögn ráðuneytisins að mikil ábyrgð sé lögð á herdeildarforingjana hvað varðar árangurinn á vígvellinum.

Bretarnir telja að hið mikla mannfall hafi áhrif á móral rússnesku hermannanna og vilja þeirra til að berjast. Segja þeir að upplýsingar hafi borist um uppreisnir meðal hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Króli skiptir um lið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“