fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi besti vinur tónlistarmannsins sem sýknaður var í gær segir hann hafa nauðgað konunni sinni – „Ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV frá því í gær um dóm yfir tónlistarmanni, sem ákærður var fyrir nauðgun en sýknaður þrátt fyrir að hafa sent meintum þolanda sínum afsökunarbeiðni á Messenger skömmu eftir atvikið, vakti gífurlega athygli. Minnst fjórar konur hafa kært viðkomandi mann fyrir kynferðisbrot en hann hefur aldrei verið sakfelldur.

Sjá einnig: Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli

Fyrrverandi besti vinur mannsins, sem einnig er tónlistarmaður, segir manninn hafa nauðgað konunni sinni fyrir þremur árum og hann sjálfur hafi síðan þá strítt við mikla erfiðleika. „Ég hef síðustu þrjú árin ekki verið ég sjálfur,“ segir maðurinn í viðtali við DV. Vegna þess hve viðkvæmt málið er kýs hann að koma fram undir nafnleynd.

Maðurinn segir að sú ákvörðun að leita sér ekki hjálpar og reyna að sigrast á erfiðleikunum einn hafi reynst sér dýrkeypt. Konan hans sé í rauninni í betri málum þar sem hún hafi sótt sér hjálp. Eitt af því sem fór verst með sálarlíf hans var gerendameðvirknin með fyrrverandi vini hans:

„Það er vitað mál að flestir gerendur eru einhverjir sem þolandi þekkir og hefur tengsl við, fjölskylduvinir, fjölskyldumeðlimir, vinir eða kunningjar. Síðan geta börn þolanda og aðstandenda verið vinir barna geranda. Þetta gerir allt mun erfiðara og flóknara. Það er svo annað þegar vinir þínir byrja strax á því að taka upp hanskann fyrir gerandann, þetta tekur gífurlega á sálarlífið og meira að segja daginn eftir þá segir vinur þinn við þig: „Ertu alveg viss að þetta hafi verið svona?” og „Þú veist að það þarf tvo til”. Síðan tekur við barátta við að fá vini til að trúa en það skal tekið fram að hinir sönnu vinir tóku afstöðu um leið og höfðu þá ekki einu sinni heyrt af öðrum málum hans. Mér skilst að menn séu enn að taka upp hanskann fyrir hann í dag en menn verða að fylgja eigin sannfæringu þegar kemur að þessu en það á alltaf að trúa þolendum.“

Maðurinn segir að málið hafi haft skelfileg áhrif á samband hans við konuna sína og það hafi verið hans hegðun og óöryggi sem hafi skemmt sambandið. „Eftir málið þá eyðilagðist allt traust í sambandinu og maður fann sig knúinn til að verja hana fyrir öllu mögulegu og yfirleitt ef það tengdist öðrum karlmanni og oft var maður búinn að ákveða sjálfur að eitthvað væri ekki í lagi. Maður fór að reiðast út af litlum hlutum og ég áttaði mig á því núna fyrir stuttu hversu svakalega djúp áhrif þessi atburður hafði á mig.“

Útilokað að sigrast á þessu einn

Maðurinn segir það mikla firru að hægt sé að komast í gegnum svona hörmungar einn og án aðstoðar. Það voru hans stærstu mistök. „Karlmenn halda oft að þeir geti unnið í áföllum sjálfir á hörkunni en staðan er bara sú að nánir aðstandendur þurfa líka að leita sér aðstoðar. Fyrir mér var það lífspursmál að sjá ljósið og sjá að ég þurfi aðstoð. Það er ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur skemmt út frá sér með því að brjóta svona af sér og oft hef ég hugsað af hverju var þetta ekki einhver ókunnugur. Af hverju var þetta einn af mínum bestu vinum?“

Maðurinn er núna búinn að panta viðtal hjá sálfræðingi. „Ég er búinn að taka fyrsta skrefið í áttina að bata með því að játa að ég þurfi hjálp. Ég finn hvað ég þarf á henni að halda. Maður heldur að maður geti allt sjálfur og þetta hafi ekki haft þessi miklu áhrif á mann en þetta hafði rosaleg áhrif, ég sé það á hegðun minni, ég er ekki búinn að vera ég sjálfur síðustu þrjú árin, síðan þetta gerðist.“

Maðurinn hlakkar til að upplifa þann bata sem hann telur að muni skila sér þegar hann hefur unnið í sjálfum sér með hjálp sálfræðings. Hann er líka mjög ánægður með alla umræðuna, metoo-byltinguna og starf hópa á borð við Öfga. „Ég er mjög ánægður með umræðuna,“ segir maðurinn sem ákvað að ræða við DV um þetta viðkvæma mál til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri um skaðsemi gerendameðvirkni og það hvað kynferðisbrot geta eitrað mikið út frá sér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu