fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Rússar halda heiminum í heljargreipum hvað varðar framboð á matvælum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 05:42

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg ríki standa frammi fyrir miklum vanda hvað varðar að hafa úr nægum matvælum að spila fyrir íbúana. Þetta er afleiðing af stríðinu í Úkraínu því Rússar hafa lokað höfnum landsins. Úkraína er einn stærsti framleiðandi korns í heiminum og því mikilvægt að koma korninu úr landi en það er erfitt þegar hafnir landsins eru lokaðar.

Það eru því Rússar sem hafa lykilinn að lausn þessa vanda í höndum sínum en þeir vilja ekki slaka á hafnbanninu fyrr en Vesturlönd aflétta þeim refsiaðgerðum sem þau beita þá vegna innrásarinnar í Úkraínu.

„Það sem veldur yfirstandandi matvælaskorti eru refsiaðgerðirnar sem Bandaríkin og ESB beita Rússa,“ sagði Andrei Rudenko, varautanríkisráðherra Rússlands, í svari til David Beasley yfirmanns matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.

Rússar ætla því að halda úkraínsku höfnunum lokuðum þar til refsiaðgerðunum verður aflétt.

Beasley hefur biðlað til Pútíns um leysa úr málum hvað varðar útflutning á matvælum frá Úkraínu. „Ef þú hefur samúð með heiminum, óháð því hvað þér finnst um Úkraínu, neyðist þú til að opna hafnirnar,“ sagði Beasley í ákalli sínu til Pútíns.

Matvælaaðstoð SÞ (World Food Programme) brauðfæðir um 125 milljónir manna og kaupir um helminginn af því korni sem þörf er á frá Úkraínu.

António Guterres, aðalritari SÞ, hefur varað við matvælaskorti vegna stríðsins í Úkraínu. Hann segir að stríðið geti haft þær afleiðingar að vannæring og hungursneyð geti varað árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“