fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Öskrandi kona í Kópavogi – Spretthlaupari handtekinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 06:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir morgun var tilkynnt um konu sem gengi öskrandi á milli húsa í Kópavogi. Lögreglan kannaði málið og kom þá í ljós að konan hafði misst hund sinn út og var að leita að honum. En fór þó heldur mikinn við þá leit að mati svefnþurfi nágranna.

Í Miðborginni voru tveir eftirlýstir aðilar handteknir. Annar þeirra reyndi fyrir sér í spretthlaupi við lögreglumenn en eins og segir í tilkynningu lögreglunnar þá varð hann að láta í minni pokann fyrir þrautþjálfuðum laganna vörðum.

Lögreglan hafði afskipti af fimm manns á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna fíkniefnamála. Að auki var húsleit gerð í Kópavogi vegna gruns um að fíkniefni væru ræktuð í húsinu. Svo reyndist vera og var hald lagt á fíkniefni og búnað til ræktunar. Einn var handtekinn vegna málsins og vistaður í fangageymslu.

Innbrotsþjófur var staðinn að verki og handtekinn í fyrirtæki í austurborginni skömmu eftir miðnætti. Hann hafði spennt upp glugga og komist inn. Hann er nú í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Eldur kom upp í bifreið í Hafnarfirði í nótt. Annar bíll skemmdist einnig af völdum eldsins. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru.

Einn nefbrotnaði í átökum í Kópavogi undir morgun. Hann var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en nefbrjóturinn var handtekinn og er nú í fangageymslu og bíður þess að vera yfirheyrður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu