fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Einn besti skákmaður heims dæmdur í keppnisbann fyrir stuðning við innrás Rússa

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 21. mars 2022 18:00

Sergey Karjakin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurstórmeistarinn Sergey Karjakin hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann af FIDE – alþjóða skáksambandinu fyrir brot á siðareglum sambandsins. Ástæðan fyrir banninu er sú að Karjakin hefur verið ákafur stuðningsmaður ákvörðunar Rússa um að ráðast inn í Úkraínu og notað hvert tækifæri til þess að básúna þeim skoðunum sínum á samfélagsmiðlunum Twitter.

Karjakin hefur uppskorið mikla óvild skáksamfélagsins fyrir vikið. Rússland er eitt allra öflugasta skákland heims en það gildir einnig um Úkraínu. Til marks um það unnu Úkraínumenn sigur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári en Rússar, sem voru langsigurstranglegastir, þurftu að sætta sig við sjötta sæti mótsins.

Þá þykir Karjakin vera fullkominn ómerkingur því hann var lengi vel ríkisborgari Úkraínu. Hann er fæddur í borginni Simferopol á Krímskaga árið 1990 og undir úkraínskum fána varð hann yngsti stórmeistari sögunnar og skipaði sér í hóp fremstu skákmanna heims. Það vakti svo mikið umtal þegar hann tilkynnti árið 2009 að hann ætlaði að gerast rússneskur ríkisborgari og tefla undir fána landsins í framtíðinni.

Tefldi heimsmeistaraeinvígi við Magnus Carlsen

Karjakin náði hápunktinum á ferlinum þegar hann vann sér rétt til þess að skora á Magnus Carlsen um heimsmeistaratitilinn í skák árið 2016. Hann náði að halda jöfnu í einvíginu en að endingu hafði Norðmaðurinn ótrúlegi sigur í bráðabana.

Framundan er kandídatamót í skák þar sem að átta bestu skákmenn heims, fyrir utan sjálfan heimsmeistarann, tefla innbyrðis til þess að skora á Magnus Carlsen um titilinn. Mótið fer fram í júní í sumar og hafði Karjakin unnið sér rétt til þátttöku í mótinu. Í ljósi reynslu hans af slíkum slag þótti hann líklegur til afreka en bannið mun þýða að hann missir af mótinu.

Karjakin gaf út stutta yfirlýsing vegna ákvörðunar FIDE og sagði hana skammarlega og að hann iðraðist ekki gjörða sinna. Hann væri fyrst og fremst ríkisborgari Rússlands og myndi styðja sitt land, jafnvel þó að það myndi kosta hann einhver tækifæri.  Hann sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðuninni enda myndu allir dómstólar taka hlið Evrópubúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“