fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Segja að þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. desember 2022 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er. Unnið verður að umbreytingu þjónustunnar í samráði við fagfólk og hagaðila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem send var á fjölmiðla rétt í þessu. Um er að ræða viðbragð við þeirri óánægju sem hefur kraumað upp á yfirborðið varðandi þá tillögu meirihlutans í borginni til að skera niður þjónustu og þar á meðal leggja niður starfsemina í Vin, sem dagsetur fyrir fólk með geðraskanir.

Skerða lífsgæði fólk sem getur ekki varið sig

Tillagan varðandi Vin, sem er ein af 92 hagræðingartillögum sem meirihlutinn lagði fram, hljóði svo.

„Lagt er til að Vin dagsetur verði lagt af en markhópi þjónustunnar mætt með öðru móti á félagsmiðstöðvum borgarinnar.“

Óhætt er að segja að tillagan hafi fallið í grýttan jarðveg. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri dagsetursins í júlí 2022 en áður hafði Rauði Krossinn á höfuðborgarsvæðinu rekið úrræðiðið með samningi við Reykjavíkurborg.

Þeirra á meðal var Þórir Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík, sem fordæmdi tillöguna og sagði úrræðið bráðnauðsynlegt og hafa mikla sérstöðu. Verið væri að skerða lífsgæði fólks sem gæti ekki varið sig.

Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að þótt búið sé að samþykkja tillöguna í borgarstjórn fari þær nú til frekari vinnslu og útfærslu í velferðarráði.

„Meðal þess sem skoðað verður er hvort hægt verði að útvíkka þjónustuna og ná til fleiri notenda, og hvort hægt verði að sameina annarri þjónustu. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á lífsgæðum þess hóps sem sækir Vin og þeirra unglinga sem njóta þjónustu smiðjanna,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð